Spænska - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Spænska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Spænska
español eða castellano
Málsvæði Spánn, Mexíkó, Kólumbía, Argentína auk fjölda annarra landa og svæða
Heimshluti Í hluta Evrópu, stærstum hluta Mið-Ameríku, á nokkrum svæðum í Norður-Ameríku, hluta Suður-Ameríku og í Karíbahafinu, auk innskotssvæða og á meðal innflytjenda í öllum heimsálfum
Fjöldi málhafa 480 milljónir
Sæti 2-3 (breytilegt eftir áætlunum)
Ætt Indóevrópsk
Skrifletur Latneskt stafróf
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Argentína, Bólivía, Chile, Dóminíska lýðveldið, Ekvador, El Salvador, Evrópusambandið, Gvatemala, Hondúras, Kosta Ríka, Kólumbía, Kúba, Mexíkó, Miðbaugs-Gínea, Níkaragva, Nýja Mexíkó (Bandaríkin), Panama, Paragvæ, Perú, Púertó Ríkó (Bandaríkin), Spánn, Úrúgvæ, Venesúela og Vestur-Sahara
Stýrt af Asociación de Academias de la Lengua Española
Tungumálakóðar
ISO 639-1 es
ISO 639-2 spa
SIL SPN
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Spænska (español eða castellano) er indóevrópskt tungumál af ætt rómanskra tungumála. Málið á uppruna sinn í latínu. Það telst til undirflokksins íberórómönsk mál og er annað til fjórða mest talaða tungumál í heimi. Um það bil 480 miljónir tala spænsku sem móðurmál (fyrsta mál), en ef þeir eru taldir með sem hafa spænsku sem annað mál verða talendur 550 miljónir (2018). Flestir spænskumælendur búa í Suður- og Norður-Ameríku auk Spánar.

Íberórómönsku málin þróuðust út frá nokkrum mállýskum alþýðulatínu sem voru talaðar á Íberíuskaga eftir fall Vestrómverska ríkisins á 5. öld. Elstu ummerkin um spænsku í latínutextum eru frá norðurhluta skagans á 9. öld,[1] og fyrsta dæmið um að spænska hafi verið skrifuð með kerfisbundnum hætti er frá Tóledó á 13. öld. Spænskan barst til varakonungsdæma Spænska heimsveldisins frá 1492, sérstaklega til Ameríku, Afríku og Filippseyja.[2]

Spænska er afkomandi latínu og er, ásamt sardinísku og ítölsku, eitt af þeim málum sem líkist henni mest.[3] Um 75% af orðaforða nútímaspænsku kemur úr latínu, þar á meðal latnesk tökuorð úr forngrísku.[4][5] Hún er eitt af þeim málum sem er mest kennt í heimi, ásamt ensku og frönsku.[6] Á eftir ensku og kínversku er spænska þriðja mest notaða málið á Internetinu.[7] Spænska er eitt af sex opinberum málum Sameinuðu þjóðanna og er líka eitt af opinberum málum Evrópusambandsins, Samtaka Ameríkuríkja, Samtaka Suður-Ameríkuríkja, Samtaka ríkja í Rómönsku Ameríku og Karíbahafi og Afríkusambandsins, auk margra alþjóðastofnana.[8]

Spánverjar kalla tungumál sitt español („spænska“) til að aðgreina það frá öðrum þjóðtungum sem ensku eða frönsku. En til að aðgreina það frá öðrum tungumálum á Spáni er það kallað castellano („kastilíska“), eftir héraðinu Kastilíu. Önnur mál töluð á Spáni eru m.a. galisíska, baskneska, katalónska og leónska. Í Katalóníu og Baskalandi er venjulega talað um kastilísku þegar átt er við spænsku. Annars staðar í heiminum er málið ýmist kallað „español“ eða „castellano“, það fyrra mun algengara.

Stjórnarskrá Spánar frá 1978 skilgreinir kastilísku sem ríkismál Spánar, til aðgreiningar frá öðrum spænskum málum, sem eru líka skilgreind sem opinber mál. Konunglega spænska akademían sem skilgreinir opibera málstaðalinn fyrir spænsku á Spáni, kallar málið español, en kallaði það áður castellano frá 1713 til 1923. Í opinberu orðabók akademíunnar, Diccionario panhispánico de dudas, er tekið fram að litið sé á þessi tvö heiti sem samheiti.[9]

Útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]
Útbreiðsla spænsku í heiminum:
  Opinbert mál
  1.000.000+
  100.000+
  20.000+
[10]

Spænska er fyrsta mál í 20 löndum heims. Árið 2020 var áætlað að 463 milljónir manna töluðu spænsku sem móðurmál. Spænska er þannig annað mest talaða móðurmál heims, á eftir mandarín. Að auki tala um 75 milljónir spænsku sem annað mál, þannig að spænska er fjórða mest talaða mál heims, á eftir ensku, mandarín og hindí, með alls 538 milljón málhafa.[11] Spænska er þriðja mest notaða tungumálið á Internetinu, á eftir ensku og kínversku.[12]

Í Evrópu er spænska töluð á Spáni og auk þess algengt mál á Gíbraltar og í Andorra.[13] Spænska er eitt af opinberum málum Evrópusambandsins. Spænska er auk þess töluð af samfélögum spænskumælandi innflytjenda í öðrum Evrópulöndum.[14]

Langflest spænskumælandi lönd er að finna í Rómönsku Ameríku. Spænska er opinbert mál í Argentínu, Bólivíu (ásamt frumbyggjamálum), Chile, Dóminíska lýðveldinu, Ekvador, El Salvador, Gvatemala, Hondúras, Kosta Ríka, Kólumbíu, Kúbu, Mexíkó (ásamt frumbyggjamálum), Níkaragva, Panama, Paragvæ (ásamt gvaraní), Perú (ásamt frumbyggjamálum), Púertó Ríkó (ásamt ensku), Úrúgvæ og Venesúela. Spænska er auk þess töluð af nær helmingi íbúa Belís, en þar er enska opinbert mál.[15][16] Spænska er algengt annað mál í Trínidad og Tóbagó og Brasilíu vegna náinna tengsla við spænskumælandi lönd.

Samkvæmt manntali frá 2006 töldu 44,3 milljónir Bandaríkjamanna sig vera af spænskum eða spænsk-amerískum uppruna.[17] 38,3 milljónir, eða 13% íbúa yfir fimm ára aldri, töluðu spænsku heima.[18] Hluti þeirra landsvæða sem í dag eru hluti Bandaríkjanna voru eitt sinn hluti Spænska heimsveldisins, eins og Suðvesturríki Bandaríkjanna, Louisiana, Flórída og Púertó Ríkó. Spænska er langalgengasta annað mál Bandaríkjamanna og 50 milljónir tala hana allt í allt.[19] Spænska er víða notuð í stjórnsýslunni og er opinbert stjórnsýslumál við hlið ensku í Nýju-Mexíkó.[20]

Miðbaugs-Gínea er eina Afríkuríkið þar sem spænska er opinbert mál, við hlið frönsku og portúgölsku.[21] Spænska er auk þess langalgengasta málið þar, en samkvæmt Cervantes-stofnuninni tala 87,7% íbúa spænsku.[22] Spænska er eitt af opinberum málum Afríkusambandsins. Spænska er líka töluð á yfirráðasvæðum Spánar í Afríku: Kanaríeyjum, Ceuta og Melilla. Spænska var áður töluð í Vestur-Sahara en ekki er vitað hve margir tala spænsku þar í dag.[23][24]

Þegar Spánverjar lögðu Filippseyjar undir sig árið 1565 varð spænska ríkismál á eyjunum og hélt þeirri stöðu til 1973. Á nýlendutímanum var spænska stjórnsýslumál, viðskiptamál og kennslumál í spænska skólakerfinu sem komið var upp undir lok 19. aldar. Útbreiðsla spænsku meðal almennings var hins vegar takmörkuð og mest bundin við litla hópa menntamanna í borgum sem nefndust Ilustrados auk fólks af spænskum uppruna.[25] Eftir ósigur Spánar í stríði Spánar og Bandaríkjanna 1898 tók enska við sem stjórnsýslumál, en spænska var áfram vinsælt bókmenntamál. Þegar Filippseyjar fengu sjálfstæði 1946 varð spænska að opinberu máli, ásamt ensku og tagalog. Í dag er talið að um 1,8 milljónir Filippseyinga tali spænsku.[26]

Spænska er almennt töluð á Páskaeyju, þótt hefðbundið mál innfæddra sé rapa nui. Spænsk tökuorð eru algeng í máli íbúa eyja í Eyjaálfu sem Spánn réði áður yfir, eins og Gvam, Norður-Maríanaeyjum, Palá, Marshall-eyjum og Míkrónesíu.[27][28]

Málfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Spænska deilir málfræðilegum og formgerðarfræðilegum einkennum með öðrum rómönskum málum. Spænska er beygingamál. Nafnorð og sagnorð beygjast eftir kyni og tölu. Greinir, sum fornöfn og ákvæðisorð eru líka með hvorugkynsmyndir í eintölu. Beygingarmyndir sagna eru um 50 talsins, með þrjár tíðir (þátíð, nútíð og framtíð), tvö horf (lokið og ólokið), fjóra hætti (framsöguhátt, viðtengingarhátt, skildagahátt og boðhátt), þrjár persónur (fyrstu, aðra og þriðju persónu), tvær tölur (eintölu og fleirtölu), þrjár ástandsmyndir (nafnhátt, nafnyrðingu lýsingarháttar og lýsingarhátt þátíðar). Framsöguháttur er ómarkaður meðan viðtengingarháttur lýsir óvissu og kemur oft fyrir með skildagahætti. Boðháttur lýsir skipun og er oft eitt orð með upphrópunarmerki.

Í spænsku tíðkast að nota þérun til að ávarpa fólk í formlegum aðstæðum.

Spænsk setningafræði greinist til hægri þannig að einkunnir hafa tilhneigingu til að koma á eftir orðunum sem þær eiga við. Spænska notar forsetningar (fremur en eftirsetningar eða fallbeygingu) og lýsingarorð koma oftast fyrir á eftir nafnorði eins og í öðrum rómönskum málum.

Hefðbundin orðaröð í spænsku er frumlag-sögn-andlag, en orðaröðin er annars mjög breytileg og ræðst af áherslum fremur en setningafræði. Spænska er fornafnafellumál þar sem núllfrumlag er algengt í upphafi setningar – það er að persónufornafn í frumlagsstöðu er fellt út þar sem það skilst af sagnbeygingunni.

Hefðbundin orðaröð heldur sér í spurnarsetningum og spurningin skilst því oft aðeins af tónfalli í talmáli.

Konunglega spænska akademían

[breyta | breyta frumkóða]

Konunglega spænska akademían (spænska: Real Academia Española) var stofnuð árið 1713 til að staðla spænskt ritmál.[29] Hún hefur áhrif á staðlað spænskt málsnið með útgáfu orðabóka og útbreiddra handbóka um málfræði og stíl.[30] Stöðluð spænska er almennt notuð sem bókmenntamál, fræðimál og fjölmiðlamál.

Samtök spænskuakademía

[breyta | breyta frumkóða]
Lönd með akademíur sem eru aðilar að ASALE.[31]

Samtök spænskuakademía (Asociación de Academias de la Lengua Española, eða ASALE) eru samtök sem staðla spænsku á heimsvísu. Þau voru stofnuð í Mexíkó árið 1951 sem samtök spænskuakademía í spænskumælandi löndum heims. Akademíur 23 landa eiga aðild að samtökunum, eftir stofnári: Real Academia Española á Spáni (1713),[32] Academia Colombiana de la Lengua í Kólumbíu (1871),[33] Academia Ecuatoriana de la Lengua í Ekvador (1874),[34] Academia Mexicana de la Lengua í Mexíkó (1875),[35] Academia Salvadoreña de la Lengua í El Salvador (1876),[36] Academia Venezolana de la Lengua í Venesúela (1883),[37] Academia Chilena de la Lengua í Chile (1885),[38] Academia Peruana de la Lengua í Perú (1887),[39] Academia Guatemalteca de la Lengua í Gvatemala (1887),[40] Academia Costarricense de la Lengua í Kosta Ríka (1923),[41] Academia Filipina de la Lengua Española á Filippseyjum (1924),[42] Academia Panameña de la Lengua í Panama (1926),[43] Academia Cubana de la Lengua á Kúbu (1926),[44] Academia Paraguaya de la Lengua Española í Paragvæ (1927),[45] Academia Dominicana de la Lengua í Dóminíska lýðveldinu (1927),[46] Academia Boliviana de la Lengua í Bólivíu (1927),[47] Academia Nicaragüense de la Lengua í Níkaragva (1928),[48] Academia Argentina de Letras í Argentínu (1931),[49] Academia Nacional de Letras, del Uruguay í Úrúgvæ (1943),[50] Academia Hondureña de la Lengua í Hondúras (1949),[51] Academia Puertorriqueña de la Lengua Española í Púertó Ríkó (1955),[52] North American Academy of the Spanish Language í Bandaríkjunum (1973)[53] og Academia Ecuatoguineana de la Lengua Española í Miðbaugs-Gíneu (2016).[54]

Cervantes-stofnunin

[breyta | breyta frumkóða]
Höfuðstöðvar Cervantes-stofnunarinnar í Madríd.

Cervantes-stofnunin (Instituto Cervantes) er sjálfseignarstofnun sem starfar á heimsvísu, búin til af spænsku ríkisstjórninni árið 1991. Stofnunin er með aðsetur í 20 löndum með 75 miðstöðvar sem eiga að breiða út spænska og spænsk-ameríska menningu, tungumál og bókmenntir. Markmið stofnunarinnar eru að efla menntun, rannsóknir og notkun spænsku sem annars máls, styðja við þróun spænskukennslu og styrkja útbreiðslu spænskrar og spænsk-amerískrar menningar í löndum þar sem spænska er ekki töluð. Samkvæmt skýrslu stofnunarinnar frá 2015 var fjöldi spænskumælandi á heimsvísu áætlaður 559 milljónir. Ársskýrsla stofnunarinnar frá 2018 taldi 577 spænskumælandi um allan heim. Meðal heimilda skýrslunnar er Manntalsstofnun Bandaríkjanna sem áætlar að fjöldi spænskumælandi Bandaríkjamanna muni ná 138 milljónum árið 2050 og að í Bandaríkjunum verði mesti fjöldi spænskumælandi fólks af öllum löndum heims, þar sem um þriðjungur íbúa hafi spænsku að móðurmáli.[55]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. La RAE avala que Burgos acoge las primeras palabras escritas en castellano (spænska), ES: El Mundo, 7. nóvember 2010, afrit af uppruna á 24. nóvember 2010, sótt 24. nóvember 2010
  2. „Spanish languages "Becoming the language for trade" in Spain and“. sejours-linguistiques-en-espagne.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. janúar 2013. Sótt 11. maí 2010.
  3. Pei, Mario (1949). Story of Language. ISBN 03-9700-400-1.
  4. Robles, Heriberto Camacho Becerra, Juan José Comparán Rizo, Felipe Castillo (1998). Manual de etimologías grecolatinas (3.. útgáfa). México: Limusa. bls. 19. ISBN 968-18-5542-6.
  5. Comparán Rizo, Juan José. Raices Griegas y latinas (spænska). Ediciones Umbral. bls. 17. ISBN 978-968-5430-01-2. Afrit af uppruna á 23. apríl 2017. Sótt 22. ágúst 2017.
  6. Spanish in the World, Language Magazine, 18. nóvember 2019.
  7. Devlin, Thomas Moore (30. janúar 2019). „What Are The Most-Used Languages On The Internet?“. +Babbel Magazine. Sótt 13. júlí 2021.
  8. „Official Languages | United Nations“. www.un.org. Afrit af uppruna á 17. október 2015. Sótt 19. nóvember 2015.
  9. Diccionario panhispánico de dudas, 2005, p. 271–272.
  10. „Instituto Cervantes 06-07“ (PDF). Afrit (PDF) af uppruna á 6. janúar 2012. Sótt 21. apríl 2010.
  11. „Summary by language size“. Ethnologue. 3. október 2018. Sótt 14. nóvember 2020.
  12. „Internet World Users by Language“. Miniwatts Marketing Group. 2008. Afrit af uppruna á 26. apríl 2012. Sótt 20. nóvember 2007.
  13. „Background Note: Andorra“. U.S. Department of State: Bureau of European and Eurasian Affairs. janúar 2007. Afrit af uppruna á 22. janúar 2017. Sótt 20. ágúst 2007.
  14. „BBC Education — Languages Across Europe — Spanish“. Bbc.co.uk. Afrit af uppruna á 29. september 2012. Sótt 20. ágúst 2012.
  15. „Population Census, Major Findings“ (PDF). Belize: Central Statistical Office, Ministry of Budget Management. 2000. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 21. júní 2007. Sótt 20. desember 2007.
  16. „Belize Population and Housing Census 2000“. CR: UCR. Afrit af uppruna á 17. apríl 2010. Sótt 21. apríl 2010.
  17. U.S. Census Bureau Hispanic or Latino by specific origin.
  18. U.S. Census Bureau (2007). „United States. S1601. Language Spoken at Home“. 2005–2007 American Community Survey 3-Year Estimates. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. febrúar 2020. Sótt 3. september 2009.
  19. „Más 'speak spanish' que en España“. Afrit af uppruna á 20. maí 2011. Sótt 6. október 2007. (in Spanish)
  20. Crawford, John (1992). Language loyalties: a source book on the official English controversy. Chicago: University of Chicago Press. bls. 62.
  21. „Guinea Ecuatorial se convierte en el valedor del español en África“. La Vanguardia (spænska). 16. mars 2016. Sótt 11. nóvember 2020.
  22. „Gloria Nistal Rosique: El caso del español en Guinea ecuatorial, Instituto Cervantes“ (PDF).
  23. „Como saharauis queremos conservar el español“ (spænska). 3. mars 2008. Afrit af uppruna á 9. mars 2016. Sótt 15. mars 2015.
  24. „Historia de un país“ (spænska). Afrit af uppruna á 2. apríl 2015. Sótt 15. mars 2015.
  25. „Por qué Filipinas no es un país hispanoparlante si fue una colonia de España durante 300 años (y qué huellas quedan de la lengua de Cervantes)“. BBC News Mundo (spænska). 30. janúar 2021. Sótt 31. janúar 2021.
  26. Galván, Javier (26. febrúar 2020). „El Boom del Español en Filipinas“ [The Boom of Spanish in the Philippines]. RedibInforma (spænska). Ibero-American Network for Innovation and Scientific Knowledge. Afrit af upprunalegu geymt þann apríl 29, 2021. Sótt 4. apríl 2021.
  27. Engelberg, Stefan. „The Influence of German on the Lexicon of Palauan and Kosraean (Dissertation)“ (PDF). Afrit (PDF) af uppruna á 21. desember 2012. Sótt 23. ágúst 2012.
  28. „Spanish language in Philippines“. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. mars 2015. Sótt 1. mars 2015.
  29. „Scholarly Societies Project“. Lib.uwaterloo.ca. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. september 2010. Sótt 6. nóvember 2010.
  30. Batchelor, Ronald Ernest (1992). Using Spanish: a guide to contemporary usage. Cambridge University Press. bls. 318. ISBN 0-521-26987-3.
  31. „Association of Spanish Language Academies“ (spænska). Asale. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. september 2010. Sótt 5. febrúar 2011.
  32. „Real Academia Española“. Spain: RAE. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. september 2010. Sótt 6. nóvember 2010.
  33. „Academia Colombiana de la Lengua“ (spænska). Colombia. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. febrúar 2008. Sótt 5. febrúar 2011.
  34. „Academia Ecuatoriana de la Lengua“ (spænska). Ecuador. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. maí 2011. Sótt 5. febrúar 2011.
  35. „Academia Mexicana de la Lengua“. Mexico. 22. september 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. september 2010. Sótt 6. nóvember 2010.
  36. „Academia Salvadoreña de la Lengua“. El Salvador. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. september 2011. Sótt 5. febrúar 2011.
  37. „Academia Venezolana de la Lengua“ (spænska). Venezuela. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. maí 2011. Sótt 5. febrúar 2011.
  38. „Academia Chilena de la Lengua“. Chile. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. september 2010. Sótt 6. nóvember 2010.
  39. „Academia Peruana de la Lengua“. Peru. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. október 2010. Sótt 6. nóvember 2010.
  40. „Academia Guatemalteca de la Lengua“ (spænska). Guatemala. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. ágúst 2008. Sótt 5. febrúar 2011.
  41. „Academia Costarricense de la Lengua“. Costa Rica. Afrit af uppruna á 23. mars 2010. Sótt 6. nóvember 2010.
  42. „Academia Filipina de la Lengua Española“ (spænska). Philippines. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. maí 2011. Sótt 5. febrúar 2011.
  43. „Academia Panameña de la Lengua“. Panama. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. nóvember 2010. Sótt 6. nóvember 2010.
  44. „Academia Cubana de la Lengua“. Cuba. Afrit af uppruna á 19. desember 2010. Sótt 6. nóvember 2010.
  45. „Academia Paraguaya de la Lengua Española“. Paraguay. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. júlí 2011. Sótt 5. febrúar 2011.
  46. „Academia Dominicana de la Lengua“. República Dominicana. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. desember 2010. Sótt 5. febrúar 2011.
  47. „Academia Boliviana de la Lengua“. Bolivia. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. nóvember 2010. Sótt 5. febrúar 2011.
  48. „Academia Nicaragüense de la Lengua“ (spænska). Nicaragua. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. maí 2011. Sótt 5. febrúar 2011.
  49. „Academia Argentina de Letras“. Argentina. 25. mars 2010. Afrit af uppruna á 28. júlí 2011. Sótt 5. febrúar 2011.
  50. „Academia Nacional de Letras del Uruguay“. Uruguay. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. mars 2011. Sótt 5. febrúar 2011.
  51. „Academia Hondureña de la Lengua“ (spænska). Honduras. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. maí 2011. Sótt 5. febrúar 2011.
  52. „Academia Puertorriqueña de la Lengua Española“. Puerto Rico. Afrit af uppruna á 24. ágúst 2010. Sótt 5. febrúar 2011.
  53. „Academia Norteamericana de la Lengua Española“. United States. Afrit af uppruna á 12. febrúar 2011. Sótt 5. febrúar 2011.
  54. „Academia Ecuatoguineana de la Lengua Española“. Equatorial Guinea. Afrit af uppruna á 31. mars 2016. Sótt 5. febrúar 2016.
  55. Stephen Burgen, US now has more Spanish speakers than Spain – only Mexico has more Geymt 23 nóvember 2018 í Wayback Machine, US News, 29 June 2015.