Rust (forritunarmál)
Útlit
Rust er kerfisforritunarmál sem styrkt er af Mozilla Research. Það er er samskeiða (þ.e það geta verið í gangi fleiri en eitt ferli á sama tíma og þau geta þurft að nýta tilföng sem eru sameiginleg), öruggt og hagnýtt forritunarmál. Skipanir í Rust eru eins byggðar upp og í C++ en býður upp á meira minnisöryggi. Rust er opinn hugbúnaður. Rust forritunarmálið var valið það forritunarmál sem flestir forritarar væru hrifnastir af í árlegum könnunum Stack Overflow árið 2016, 2017 og 2018.