Póstlisti - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Póstlisti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Póstlisti er samansafn nafna og heimilisfanga sem einstaklingur eða samtök nota til að senda efni til margra viðtakenda. Orðið er oft einnig notað yfir það fólk sem hefur áskrift af þannig lista og er þá talað um þá sem „Póstlistinn“ eða sem „Listann“

Í það minnsta tvær gerðir póstlista eru til, sá fyrsti er listi þar sem viðtakendurnir fá fréttabréf, auglýsingar, dagblöð eða annað í gegnum hefðbundið póstkerfi, og á hinum fá viðtakendurnir rafpóst í gegnum internetið eða svipað net.