Albanskt lek - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Albanskt lek

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Albanskt lek
Leku Shqiptar (albanska)
1000-leka seðill.
LandFáni Albaníu Albanía
ISO 4217-kóðiALL
SkammstöfunL
Mynt5, 10, 20, 50, 100 Lek
Seðlar200, 500, 1,000, 2,000, 5,000 Lek

Albanskt lek (albanska: leku shqiptar; gjaldmiðilstákn: L; ISO 4217: ALL) er gjaldmiðill Albaníu. Áður skiptist eitt lek í 100 qintara. Lekið var tekið upp sem gjaldmiðill Albaníu árið 1926.[1] Áður var Albanía án þjóðargjaldmiðils, en fyrir fyrri heimsstyrjöld notaðist fólk við tyrkneska pjastra. Upphaflega var lekið á gullfæti til 1939 og var ónæmt fyrir verðbólgu.[2] Fimm lek jafngiltu einum gullfranka. Eftir innrás Ítala í Albaníu var gullforða landsins, 300.000 gullfrönkum, rænt og hann sendur til Berlínar. Ítalar gáfu út nýjar myntir úr stáli og áli og festu gengi leksins við líruna. Eftir að Kommúnistaflokkur Albaníu komst til valda 1947 voru eldri gjaldmiðlar felldir úr gildi og nýjar myntir slegnar. Árið 1965 var eitt núll fellt af gjaldmiðlinum. Eftir 1992 voru qintarar felldir úr gildi og nýjar lekmyntir og seðlar voru gefin út 1995 og 1996. Nýir seðlar voru teknir í notkun 2019.

Lekið dregur nafn sitt af Alexander mikla, en nafnið Alexander er oft stytt í Leka á albönsku.[3] Fyrsta lekmyntin var með andlitsmynd af Alexander á annarri hlið og mynd af honum á hestbaki á hinni.

5000-leka seðill. Á honum er mynd af albönsku þjóðhetjunni Skanderbeg.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „A brief history of the Bank of Albania“. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. október 2014. Sótt 26. nóvember 2014.
  2. Jürgen Fischer, Bernd (1999). Albania at War 1939-1945. United Kingdom: C Hurst & Co. bls. 48. ISBN 1-85065-531-6.
  3. Leslie Alan Dunkling; Adrian Room (1. janúar 1990). The Guinness Book of Money. Guinness Publishing. bls. 67. ISBN 978-0-85112-399-8.